Laugardaginn 3. september verður aldeilis fjör í Ömmu mús og öðrum garnbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en þá er komið að Garngöngunni!

 Garngangan hefur verið haldin á hverju ári (nema síðustu tvö ár útaf covid) frá árinu 2017, en Amma mús hefur tekið þátt í Garngöngunni frá upphafi.

 Orðið Garnganga er íslenska útgáfan af Yarn crawl, en það er garnhátíð sem haldin er í garn- og hannyrðaverslunum í borgum um heim allan.

Í ár taka þessar búðir þátt: Amma MúsFöndraGallerý SpuniGarnbúð EdduHandprjónHandprjónasambandiðHandverkskúnstStorkurinn og Maro.

Smellið á kortið hér fyrir neðan til að skoða gagnvirkt kort af garngöngurúntinum í ár. Kortið opnast í nýjum glugga og er á vefsíðu Garngöngunnar.

 

 

Það má búast við miklu fjöri í Ömmu mús á laugardaginn en það verður íslenskt þema hjá okkur í ár!

 

           

 
SILFA
verður með kynningu kl 11-13:30 á skartgripum sem eru sérhannaðir fyrir prjónara.

  

Heimilisiðnaðarfélagið verður með kynningu á félaginu og námskeiðum sem haldin eru hjá þeim.

  

Ullarvinnslan og verslunin Þingborg verður með pop-up verslun og kynningu á garni úr 100% íslenskri ull.

DórubandSlettuskjótt og Hörpugull munu kynna handlitaða Þingborgarull.

 

 Stimpilkortahappdrætti 

Einn stór vinningur verður einnig í gefinn í stimpilkorta-happdrætti sem allar búðirnar taka þátt í. Til þess að eiga möguleika á að vinna í happdrættinu þarf að fá stimpla í öllum verslunum sem taka þátt í garngöngunni á sérstakt stimpilkort. Stimpilkortið er hægt að nálgast í öllum verslunum. Í ár er einn stór vinningur í boði en andvirði vinningsins er 70.000 kr! 

Gjafaleikur 

Einnig verður gjafaleikur í gangi í Ömmu mús en allir sem versla hjá okkur þennan dag geta tekið þátt í honum.Til að taka þátt í leiknum þarf að versla í Ömmu mús á garngöngudaginn og setja kvittun með nafni og símanúmeri í pott sem verður í búðinni. Síðan verða dregnir út tveir heppnir vinningshafar!
 
 
✨Vinningur 1 ✨
•Knitting for Olive bókin
•2 x Cotton Merino frá Knitting for Olive
 
✨Vinningur 2✨
•Raumablað nr. 409 tilbehør
•2 x Puno petit frá Rauma
 

Einnig verða frábær tilboð á Garngöngudaginn!

 

10% afsláttur af öllu garni (gildir ekki af útsölugarni) 

Verkefnabók prjónarans á tilboðsverði: 3.990 kr (var 4.990 kr)

25% afsláttur af Knitting for Olive bókinni

25% afsláttur af bókinni Tro, hab og kærlighed eftir Annette Danielsen

30% afsláttur af Lace Long Addi prjónasetti

30% afsláttur af Bambus Addi prjónasetti

15% afsláttur af Minuk töskum

 

Allar verslanirnar verða opnar kl. 11-17 þennan dag, 3. september. Við getum ekki beðið og hlökkum til að taka á móti ykkur! 
 
Kíkið inn á vefsíðu Garngöngunnar fyrir frekari upplýsingar.