Nú er þessi árlegi tími þegar það styttist í afmæli kærasta míns og ég geri svokölluðu “árlegu peysuna” á hann.
Við höfum verið saman í 7 ár en ég hef bara gert 4 peysur svo það mætti segja að ég sé jafnvel í skuld - ekki segja honum það!
Ég byrja oft að hugsa um hvað ég ætti að prjóna á kærastann minn í mars þegar ég er að kaupa hina árlegu Mottumars sokka.
En þessa spurningu fæ ég oft “Hvað á ég eiginlega að prjóna á manninn minn ?”.
Sama á klárlega við um unglingsstráka/hán þar sem uppskriftir fyrir 12+ ára eru ekki nægilega margar.
Hér eru nokkrar uppskriftir sem ég hef prjónað á karlinn minn og aðrar sem eru á óskalistanum hans.
Vonandi veitir þessi póstur ykkur innblástur fyrir makann ykkar eða annan hann/hán sem er ykkur kær.
Northland Sweater eftir PetiteKnit
Ef ykkur vantar hugmynd af klassískri laska peysu þá mæli ég með Northland Sweater.
Ég hafði ermarnir aðeins styttri því eigandinn vildi geta sýnt úrið og ermahnappana og með því lúkkið sparilegra.
Eina sem ég mæli með er að hafa færri lykkjur í kraganum (ekki svo hann verði þröngur), gera kragann lengri og prjóna hann niður.
Ef kraginn verður ennþá “víður” þá mæli ég með teygjuþræði í hálsmálið.
Zippersweater man eftir PetiteKnit
Zipper zipper zipper… Þetta er of verður eflaust alltaf uppáhalds peysan hjá kærastanum mínum.
Zipper sweater virkar í hversdagslífinu og í útivistinni.
Minn maður væri til í eina í öllum litum sem honum dettur í hug.
Ég mæli með því að gera 14 cm yfirvídd í staðinn fyrir 20 cm sem er mælt með.
Næsta yrði eflaust úr Aran Tweed frá Isager eða Light útgáfan í Jensen frá Isager eða Mitu frá Rauma.
Vík Unisex fullorðinspeysa eftir Memeknitting
Vík fullorðinspeysan er viðbót í Vík línuna frá Meme Knitting.
Þetta er skemmtilegt mynstur sem maður verður ekki þreyttur á og það skemmir ekki að strákarnir mínir geta verið í stíl því sonur minn á Vík barnapeysu.
Væri flott í Heavy merino frá Knitting for Olive.
Moby Sweater eftir PetiteKnit
Ég held að þessi verði næst á prjónanna fyrir manninn minn.
Ég get ekki hugsað um neitt annað en þetta klassíska strúktúrprjón og hvað hún væri falleg yfir skyrtu.
Sé hana fyrir mér í steingráum lit eða jafnvel ljósbrúna, Isager er með ótrúlega flotta liti sem gæti passað við þessa sýn td. Jensen eða Alpaca 2 með Alpaca 1 þræði.
Gustur Herrapeysa eftir BelloKnit
Gustur herrapeysa eftir Belloknit er falleg peysa með perluprjóni. Virkar sem hversdags og líka hægt að nota sem spari.
Svo eru aukahlutir sem eru ómissandi í fataskápinn:
Oslo huen eftir PetiteKnit
Kærastinn minn á tvær Osló húfur sem hann notar óspart.
Ég myndi halda að það væri næst uppáhalds prjónaða flíkin sem ég hef gefið honum miðað við notkun.
Skjól vettlingar eftir MemeKnitting
Mig langar að gera vettlinga líka fyrir hann svo við fjölskyldan getum verið í stíl.
Vettlingarnir Skjól frá Memeknitting eru með útaukningum á hliðinni fyrir þumallinn, þá er engin hægri/vinstri regla.
Alveg genius, sérstaklega fyrir fólk sem gleymir annað hvort að gera ráð fyrir þumal eða gerir tvo eins (þeas tvo vinstri - Ég er þannig fólk)..
Vesterhavssættet eftir PetiteKnit
Góður trefill sem yrði flottur yfir kápur! Brúntóna eða blátóna Vesterhavs trefill væri mjög flottur og yrði mikið notaður ef ég myndi loksins leggja í trefil.
Ég sjálf er farin að auga trefla og sjöl en ég veit að kærastinn á eftir að biðja mig um eitt stykki ef ég læt vaða fyrir mig.
Weekend hue eftir PetiteKnit
Weekend húfan er mjög langt stroff prjón en hún er þreföld yfir eyrun. Ég er búin að gera tvær núna og ég verð að segja að það er skemmtilegt að prjóna þessa uppskrift. Ég mæli með!
Aðrar peysur sem hafa vakið áhuga hjá mér fyrir kærastann eru:
Hraun fyrir hann eftir Amma Loppa
Sweater no. 9 Light eftir My Favorite Things Knitwear
Um Garnspjall ViralKnits
@viralknits er instagram reikningur sem Árný Björg lífeindafræðingur heldur úti.
Þar er að finna mjög áhugaverðan fróðleik um prjón og sjálfbærni í prjónaheiminum, sem og hvað Árný er með á prjónunum hverju sinni.