Amma mús verður á Garntorgi Prjónagleðinnar helgina 10.-12. júní! Garntorgið verður í íþróttamiðstöð Blönduósar. Að þessu sinni verðum við t.d. með Isager garn, smávörur eins og lykkjusnúrur og prjónamerki og French market bag pakkningar.
 
Garntorgið er sölutorg Prjónagleðinnar þar sem prjónafólk getur verslað sér garn og alls konar spennandi prjónatengdar vörur.
 
Opnunartímar eru sem hér segir:

Föstudagur 10. júní - kl: 16 - 19
Laugardagur 11. júní - kl: 11 - 18
Sunnudagur 12. júní - kl: 11 - 16
 
Á Garntorginu verður veitingastaðurinn Teni með kaffi og veitingasölu og þar verður líka rúmgott svæði þar sem hægt er sitja og hafa það huggulegt með kaffibollann, að prjóna og spjalla.
 
Eftirtaldir söluaðilar verða með sölusvæði á Garntorginu að þessu sinni.
Álfagarn, Amma Mús, Bobbý.is, Dóru band, Dóttir Dyeworks, Forlagið, Frost Knit, Fræðasetur um forystufé, Garn í gangi, Garnbúð Eddu, Ullarvinnslan Gilhagi, Heimafólk, Hex Hex Dyeworks, Hilma - Hönnun og handverk, Hörpugull, Malband.is, Maro, maxsi.is, Mønster Remade, Náttúruprjón, Roð buttons, Rúnalist, Saumakassinn, Sléttuskjótt, Storkurinn, Systrabönd handlitun, Thelma Steimann, Today I Feel Yarn, Þingborg Ullarverslun og Vatnsnes Yarn.
 
Aðgangur að Garntorginu er ókeypis og við vonum að engin prjónari láti þessa dásemd fram hjá sér fara.