Hálsmen & prjónamál
Þetta hálsmen er ekki bara fallegur skartgripur heldur einnig prjónamál fyrir prjóna 2-10 mm (0-15 US). Á hálsmeninu er einnig prjónamerki með hvítri ferskvatnsperlu.
Hálsmenið er hægt að nota á marga mismunandi máta, t.d. sem belti, armband og auðvitað sem hálsmen. Hægt er að sérsníða hálsmenið eftir smekk með því að bæta við framlengingu og/eða perluprjónamerkjum í sömu línu.
Hálsmenin koma í fallegum, fóðruðum vegan leðurpoka með perluáferð.
Ýtið á hlekkina hér fyrir neðan til að skoða hálsmenin nánar:
Silfur hálsmen & prjónamál, verð 11.990 kr.
Gyllt hálsmen & prjónamál, verð 13.990 kr.
Armband & prjónamál
Armbandið er 21 cm langt og virkar einnig sem framlenging fyrir My pearl hálsmenið. Hægt er að sérsníða framlenginguna með því að bæta við lykkjuhringjum eða prjónamerkjum eftir smekk. Framlengingin er einnig prjónamál fyrir stærðir 1,5 mm, 12 mm og 1,75 mm/ 00, 000 og 17 US.
Ýtið á hlekkina hér fyrir neðan til að skoða armböndin nánar:
Silfur armband & prjónamál, verð 5.580 kr.
Gyllt armband & prjónamál, verð 5.950 kr.
Eyrnalokkar & prjónamerki
Notaðu prjónamerkið sem skraut á hálsmenið þitt, sem eyrnalokka eða einfaldlega sem prjónamerki fyrir prjónaverkefnið þitt! Hægt er að velja prjónamerki með eða án ferskvatnsperlu (lykkjuhringur), en ferskvatnsperlunar eru til í 4 fallegum litum: bleikum, fjólubláum, hvítum eða svörtum.
Ýtið á hlekkina hér fyrir neðan til að skoða eyrnalokkana nánar:
Silfur eyrnalokkar & prjónamerki með ferskvatnsperlu, verð 1.860 kr. stk.
Gylltir eyrnalokkar & prjónamerki með ferskvatnsperlu, verð 1.990 kr. stk.
Eyrnalokkar & prjónamerki, gyllt/silfur, verð 990/870 kr.
Þessir skartgripir eru svo sannarlega skemmtileg viðbót fyrir prjónara og er fullkomin gjöf fyrir alla fagurkera sem elska að prjóna!