Við eigum afmæli! 

 
Nú á dögunum fögnum við heilu ári af frábæru samstarfi - Árný aka ViralKnits og Amma Mús. 

Okkur langar að líta aðeins til baka og sjá hvað við höfum náð á áorka saman á þessu viðburðamikla ári. 
 

Nóvember: 

 
Fyrsta samstarfsverkefnið var October Sweater eftir PetiteKnit en eftir góða ráðgjöf frá Kolbrúnu í Ömmu Mús þá hoppaði ég á brúnu lestina. Peysan er prjónuð úr 1 þræði af Merino og 1 þræði af soft silk mohair (bæði frá Knitting for olive) í litnum Plum Clay. Mér þykir þessi brúni litur æði því hann er með smá fjólubláum undirtón. 
 
 
  

Desember:

 
Annað verkefnið var hin dúnmjúka og hlýja Marble Sweater eftir PetiteKnit. Marble Sweater er prjónuð úr 3 þráðum, 1 þræði af double soft merino frá Knitting for Olive, 1 þræði af silk mohair frá Isager og 1 þræði af Alpaca ull sem ég átti nú þegar til heima en hægt er að nota aðra ull með prjónfestunni 18L á 10cm í staðinn, eins og td heavy merino.
  
   

Janúar/Febrúar: 

 
Praktísk og tímalaus flík var næst á prjónanna. Novice Cardigan Chunky Edition varð fyrir valinu í kolsvörtu alpaca garni frá Isager - 1 þráður Alpaca 3 og 1 þráður Alpaca 1. Garnkombóið kom undirritaðri ansi mikið á óvart, alpaca 3 er spunnið sem I-cord og er virkilega létt og gott garn. Til að halda því vel saman þá kom alpaca 1 þráðurinn sterkur inn - Peysan hefur hnökrað lítið sem ekkert! Mæli með að allir prófi þetta kombó! 
 
 

Mars: 

 

Kynning á nýju fyrirkomulagi á Garnspjallinu á heimasíðu Amma mús undir “Fræðsla og fréttir”.

 

 

  
Apríl:

 
Eftir að hafa prófað alpaca ullina frá Isager þá var ekki aftur snúið. Northland Sweater var prjónuð úr tweed garninu frá Isager sem er eitt af fáu tweed garni sem inniheldur ekki gerviefni. Ekki nóg með að vera dúnmjúkt ullargarn þá inniheldur það einnig 30% mohair. Með tweed var 1 þráður af alpaca 1 - En eins og var minnst á fyrir ofan þá kom upp smá alpaca 1 æði.
 
 

Maí:

 
Garnspjall um Vottanir var birt og ansi skemmtilegur hittingur í kjölfarið í verslun Ömmu Mús í Fákafeninu. Þar komu yfir 20 prjónarar saman og sköpuð var uppbyggileg umræða um vottanir og ávinning þeirra í nútímasamfélagi.
 
 
 

Júní/Júlí:

 
Í Júní var haldin árlega Prjónagleðin á Blönduósi þar sem ég var með fyrirlestur “Umhverfis Prjónaheiminn” og Amma Mús var bás á glæsilegu sölutorgi í Íþróttamiðstöðinni. Ég var lítil hjálp á básnum, settist niður í smá og náði meðal annars að spreyja orkudrykknum Collab yfir allt söluborðið og starfsmann Ömmu Músar.. Sorry Kolbrún! Svo ég skoðaði bara garn fyrir næstu verkefni og sá þá þetta undurfagra fjólubláa garn og silk mohair í stíl frá Isager. Þeir sem þekkja mig vita að ég elska fjólubláan! Garnið heitir Jensen og var einmitt uppgefið í Ingrid Sweater ásamt silk mohair sem var tilvalið sumarverkefni.
 

    
Ágúst:

 
Ein lítil og sæt sængurgjöf var prjónuð í ágúst úr alpaca garni sem heitir Tumi frá Rauma. Þetta garn hentar vel því það er blanda af 50% alpaca og 50% norsk ull en 100% alpaca ull er ekki ráðleg fyrir þau minnstu því hún fer svo mikið úr hárum.
 
 

   
September:

 
Afgangasamprjón 2022 var haldið með pompi og prakt. Ég nýtti tækifærið og prjónaði garni sem ég átti afgangs frá öllum verkefnunum sem ég var búin að gera í samvinnu við Ömmú Mús. Einnig var haldið prjónakvöld í versluninni í Fákafeni með góðri stemningu, nóg af kaffi og kexi.
 
   

  
Október:

 
Nú snúum við okkur að eflaust tæknilegustu flíkinni - Olive Cardigan. Uppgefið garn er 1 þráður merino frá Knitting for Olive ásamt 2 þráðum af soft silk mohair. Ég vildi hins vegar aðeins þykkari peysu og mikla mjög mikið fyrir mér að vera með 2 þræði af mohair. Eftir smá leit þá komumst við að því að heavy merino ásamt 1 þræði af silk mohair var með svipaða prjónfestu á uppgefna prjónastærð. En til að passa að peysan yrði ekki of þétt þá ákvað ég að prjóna Olive Cardigan á prjónastærð númer 7 í stað 6/6.5. Liturinn á heavy merino heitir Terracotta Rose sem er mjög fallegur rauðbleikur litur, prjónað með silk mohair frá Isager í lit númer 69. Olive Cardigan kom vægast sagt ótrúlega vel út. 
 
 
Þetta hefur verið afkastamikið og viðburðaríkt samstarfsár. Til að fagna þessum áfanga viljum við halda gjafaleik fyrir fylgjendur okkar. Takk elsku þið sem lesið bloggin, mætið á viðburði, skoðið instagram síðurnar okkar og síðast en ekki síst - allt peppið! 
 
 

Instagram gjafaleikur

 

 
@viralknits og @amma.mus fagna 1 ári af frábæru samstarfi. Til að þakka fyrir samfylgdina á síðasta ári vil ég í samstarfi við Ömmu mús halda gjafaleik!
 
Einn heppinn prjónari fær:
-Gullfallegu Nærvær prjónabókina sem er nýjusta bókin frá Anne-Sophie, einnig þekkt sem Augustinus sem er þekkt fyrir glæsilegar og tímalausar hannanir.
-Garn sem kom mér hvað mest á óvart á árinu: 3 dokkur af Alpaca 3 og 1 dokku af Alpaca 1 frá @isager. Þetta garnkombó virkar saman eins og malt og appelsín, kaffi og súkkulaði eða freyðivín og jarðaber. 
 
Aukavinningur:
 Vinurinn sem er taggaður aukavinning!
 
Verðmæti vinningsins er tæplega 15 þúsund krónur
 
Til þess að taka þátt þá þarftu að:
- Like’a þessa mynd 
- Fylgja @viralknits
- Fylgja @amma.mus   
 - Tagga einn heppinn vin í komment (fleiri komment auka vinningslíkur)
 
Okkur myndi þykja vænt um allar hamingjuóskir og deilingar á þessum pósti kæru vinir!
  
Dreg út nk sunnudagskvöld / 13.nóvember 
 

Ýtið hér til að fara yfir á Instagram og taka þátt í leiknum!

 

Um Garnspjall ViralKnits

 

@viralknits er instagram reikningur sem Árný Björg lífeindafræðingur heldur úti.

Þar er að finna mjög áhugaverðan fróðleik um prjón og sjálfbærni í prjónaheiminum, sem og hvað Árný er með á prjónunum hverju sinni.