Meboso nálar eru sterkbyggðar með beittum oddi frá japanska merkinu Cohana. Vörur frá Cohana eru í hæsta gæðaflokki, handgerðar af sérfræðingum á sínu sviði í mismunandi héröðum í Japan.
Meboso nálar hafa verið framleiddar í Kanazawa í yfir 430 ár. Saumakonur í Kanazawa pössuðu sérstaklega vel upp á nálarnar sínar og bjuggu til handsaumaðar töskur eða ílát til að halda nálunum oddhvössum og öruggum. Þessi hefð saumakvennana var innblástur fyrir fallega, praktíska hulstrið sem nálarnar koma í. Hulstrið er úr pappír og er búið til af Aichi Shikan Seizosho. Á hulstrinu er fallegur silkiskúfur til skrauts.
Meboso nálarsettið inniheldur 8 nálar í 4 mismunandi lengdum fyrir létt til meðalþykkt efni, t.d. bómull og silki.
Nálasettið kemur í gjafapoka og er falleg gjöf fyrir allt handavinnufólk.
Nálarnar eru u.þ.b. í þessum stærðum:
Shinoichi | Lengd 33.3 mm Þykkt 0.56 mm |
Shinoji | Lengd 36.4 mm Þykkt 0.56 mm |
Shinosan | Lengd 39.4 mm Þykkt 0.56 mm |
Sannoji | Lengd 36.4 mm Þykkt 0.71 mm |