Vera er túbuspunnið náttúrulegt garn. Í þessu garni er ullinni og alpakkaullinni blásið inn í bómullar túbu og er þannig léttara en annað garn með svipaðri blöndu.
Vera by Permin er framleitt á Ítalíu af fjölskyldureknu fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á blönduðu garni með alpakkaull. Fyrirtækið uppfyllir efnalöggjöf ESB og leggur almennt mikla áherslu á umhverfi og öryggi. Fyrirtækið vinnur að gagnsæi og sjálfbærni í öllum ferlum auk áherslu á velferð dýra og verndun ræktunarsvæða.
Vera er undurmjúkt garn sem er mjög létt og hentar þeim sem eru með ofnæmi eða viðkvæma húð. Alpakka ullin andar vel og hentar bæði í kulda og hita.
Innihald: 65% bómull, 30% alpakka og 5% ull.
Vigt: 50 gr.
Metralengd: u.þ.b 125 metrar
Prjónastærð: 4-5 mm
Prjónfesta: 15 - 16 lykkjur á 10 cm
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur
Grófleikaflokkur: 4 - medium
Framleiðsluland: Ítalía