Prjónataska með leðuról frá Twig & Horn. Taskan er þægileg fyrir lítið prjónaverkefni eða 1-2 dokkur ásamt fylgihlutum. Þetta er svokölluð "Bucket bag" sem er með kringlóttum botni. Hægt er að loka innri poka töskunnar með því að draga saman reimina. Þrír rúmgóðir vasar eru utan á töskunni. Taskan er úr sterku 100% bómullarefni (e: canvas) og ólin er úr ekta leðri.
Mál á tösku:
Breidd á botni: 18 cm
Hæð: 27 cm
Leðuról: 60-117 cm
Efni:
Taska: 100% bómull
Ól: leður
Festingar: málmur
Búið til í Bandaríkjunum