Í Skólapeysum eru tólf uppskriftir að heilum prjónuðum peysum fyrir sex til fjórtán ára börn. Hér er verið að bæta úr skorti á uppskriftum að peysum fyrir börn á grunnskólaaldri. Úrvalið er fjölbreytt og finna má klæðilegar og fallegar uppskriftir sem munu nýtast vel; fljótlegar og einlitar peysur, peysur með klassískum munsturbekkjum og margar fleiri peysur sem eiga örugglega eftir að hlýja mörgum börnum.
Skólapeysur er fjórða bókin eftir Prjónafjelagið sem hefur áður sent frá sér vinsælu prjónabækurnar Heimferðarsett, Leikskólaföt og Leikskólaföt 2.