Það skiptir öllu máli að meðhöndla prjónaflíkur rétt þegar á að þvo þær. Hægt er að eyðileggja viðkvæmar prjónaðar flíkur ef ekki er farið eftir leiðbeiningum á hvernig best er að þvo tiltekið garn sem er notað í flíkina. Hitastig, hand- eða vélarþvottur, hvaða þvottaefni er notað hvernig á að leggja hana til þerris og skiptir allt máli.
Endilega kynnið ykkur merkingar á hverju garni fyrir sig áður en farið er þvo flíkina. Sumt garn má setja í þvottavél á meðan annað garn eyðileggst ef það sett í þvottavél.
Algengar merkingar á dokkum fyrir þvottaleiðbeiningar:
Merki |
Hvað þýðir þetta merki? |
|
Þvoið í höndunum |
|
Þvoið í höndunum. Talan sýnir hámarkshita sem þvo má á |
|
Þolir þvott í þvottavél, á fulla vindu (1200-1400 snúningar)
|
|
Þolir þvott í þvottavél á miðlungs vindu (800 snúningar)
|
|
Þolir þvott í þvottavél á vægri vindingu (400-600 snúningar)
|
|
Þolir þvott í þvottavél. Talan sýnir hámarkshita sem þvo má á
|
|
Má þurrka í þurrkara
|
|
Má ekki þurrka í þurrkara |
|
Þurrkið flatt, leggið flíkina flata til þerris
|
|
Má strauja við lágan hita, hámark 110ºC |
|
Má strauja við miðlungs hita, hámark 150ºC
|
|
Má strauja við háan hita, hámark 200ºC |
|
Má ekki strauja |
|
Þolir að fara í þurrhreinsun |
Undirbúningur fyrir þvott
Mikilvægt er að kíkja á þvottaleiðbeiningar sem fylgja með garninu áður en byrjað er að þvo. Ef flík er með tölum er best að hneppa hana áður en hún er þvegin. Oft er einnig gott að taka mál af flíkinni áður en hún er þveginn, sérstaklega ef hætta er á því að hún teygist. Þá verður auðveldara að leggja hana til þerris í réttum hlutföllum.
Þvottaefni
Ullar- og silkiþvott á ekki að þvo með venjulegu þvottaefni. Í mörgum venjulegum þvottaefnum er nefnilega fituleysandi efni sem hefur neikvæð áhrif náttúrulega eiginleikaa ullarinnar og silkisins. Mikilvægt er að nota sápu sem sértaklega er gerð fyrir ull og silki.
Handþvottur
Þvottavélaþvottur
Þurrkun
Straujun