Cumbria Fingering er blanda af enskri masham ull, merino ull og argentísku mohair. Merino ullin veitir garninu mýkt, masham ullin gefur garninu sína fallegu litapallettu og áferð og mohairinn gefur garninu styrk og ljóma. Masham ullin er náttúrulega brún og þegar garnið er litað verða litirnir djúpir og fallega mettaðir. Cumbria er fullkomið fyrir léttar, þunnar flíkur.
Innihald: 60% Merino ull, 30% Masham ull og 10% mohair
Vigt: 100 gr.
Metralengd: 300 metrar
Prjónastærð: 2,5 - 3,25
Prjónfesta: 26 - 30
Grófleikaflokkur: 1 - fingering
Þvottaleiðbeiningar: handþvottur
Framleiðsluland: Perú