Verið velkomin í verslun okkar í Fákafeni 9, 108 Reykjavík
Opið 10-18 virka daga & 11-15 laugardaga

Cypress nálapúði

3.650 kr

Virðisaukaskattur innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast út við kaup á vöru.

Litur: bleikur

  • bleikur
  • túrkis
  • grár
Uppselt

stk. til á lager

Fallegir, kringlóttir nálapúðar frá japanska merkinu Cohana. Vörur frá Cohana eru í hæsta gæðaflokki, handgerðar af sérfræðingum á sínu sviði í mismunandi héröðum í Japan. 

Kringlótta formið á tréboxinu er innblásið af hnetum. Handverksfólk hjá hnappaframleiðandanum Nakauchi, fyrirtæki sem var stofnað 1914, rista trégrunninn í höndunum með sinni einstöku kunnáttu. Ilmandi viðurinn er úr hinoki sýprustré frá Kii fjöllunum sunnan við Osaka. 

Efnið í nálapúðunum er kallað Banshu og er framleitt í Harima í Hyogo héraði. Banshu efnið einkennist af mjúkri áferð og djúpum litum. Framleiðendur efnisins, Saito & Textiles, leggja áherslu á vistvæna framleiðslu og nota þess vegna afgangsefni sem fellur frá í framleiðslu fyrir nálapúðana svo sóunin sé sem minnst.

Hægt er að hafa nálapúðana um hálsinn með því að þræða band í leðurmiðann. Það getur verið þægilegt að hafa nálapúðann á handhægum stað við saumaskap. Stærð nálapúðans er 33 x 35 mm.

Nálapúðarnir koma í fallegri pakkningu og er tilvalin gjöf fyrir allt handavinnufólk.

sunnudagur,mánudagur,þriðjudagur,miðvikudagur,fimmtudagur,föstudagur,laugardagur
janúar,febrúar,mars,apríl,maí,júní,júlí,ágúst,september,október,nóvember,desember
Ekki eru til nógu margar vörur á lager. Einungis [max] eftir.
Bæta við óskalistannSkoða óskalistaEyða óskalista