Einrúm uppskrift - HB 03 Peysa
Einrúm uppskrift - HB 03 Peysa
Einrúm uppskrift - HB 03 Peysa
  • Hlaða mynd í myndasafn, Einrúm uppskrift - HB 03 Peysa
  • Hlaða mynd í myndasafn, Einrúm uppskrift - HB 03 Peysa
  • Hlaða mynd í myndasafn, Einrúm uppskrift - HB 03 Peysa

Einrúm uppskrift - HB 03 Peysa

Söluuaðili
Einrúm
Venjulegt verð
1.550 kr
Útsöluverð
1.550 kr
Venjulegt verð
Uppselt
Einingarverð
per 
Virðisaukaskattur innifalinn

HB 03 - Peysa

Hönnuður: Halla Ben

Það er auðvelt að prjóna þessa peysu og árangurinn lætur ekki á sér standa. Halla var búin að láta sig dreyma um einfalda, grófa ullarpeysu sem færi vel bæði við gallabuxur og pils. Þegar Halla skoðaði hákarlasafnið í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi varð hún hugfangin af mynstri hákarlstannanna. Þær minntu hana á sögur af langafa hennar, Hákarla–Sæmundi, sem var skipstjóri á hákarlaskipi. Hann átti eyrnalokk úr hákarlstönn. Hákarlar eru með rótopnar tennur og missi þeir tönn, mun sú sem liggur á bak við færast fram og fylla gatið. Hákarlar hafa því alltaf fullkomið sett tanna. Sumar tegundir hákarla endur-nýja allt að 30.000 tennur á líftíma sínum. Síendurtekið mynstrið minnir á þessar óþrjótandi hákarlstennur.

Band:

Uppskriftin er bæði fyrir einrúm E-band og L-band.
Peysan á myndinni er prjónuð úr E-bandi í lit E 1016 Jaspis.

E-band: S/M (M/L) 250 (250) g
L-BAND: S/M (M/L) 400 (400) g

Prjónar:

E-band: Hringprjónar nr. 4 og 5. Sokkaprjónar nr. 4 og 5.
L-band: Hringprjónn nr. 4,5 og 8. Sokkaprjónar nr. 4,5 og 8.

Stærðir fyrir e-band og l-band: S/M (M/L)

Hálf yfirvídd: 45 (47) cm
Sídd frá handvegi, með stroffi: 45 (47) cm
Ermalengd, með stroffi: 45 (47) cm