KBG 09 Peysa
HÖNNUÐUR: KRISTÍN BRYNJA
Peysan er víð og þægileg. Stroffið liggur laust við mjaðmir og bakstykkið er lengra en framstykkið. Form peysunnar eru undirstrikuð með mynsturlykkju sem prjónuð er í hliðar, við samskeyti á ermum og í úr-töku á berustykki og gefur það skemmtilegan takt í prjónaskapinn.
Band:
Uppskriftin er hönnuð fyrir einrúm E-band.
Peysan á myndinni er prjónuð í lit E 1002 Skólesít
S (M) og L – 250 g E-band.
Prjónar:
Hringprjónar nr. 4.
Sokkaprjónar nr. 4.
Stærðir: S (M) L
Hálf yfirvídd: 47 (50) 52 cm
Sídd frá handvegi með stroffi á framhlið: 40 (42) 44 cm
Ermalengd, með stroffi: 44 (46) 48 cm