Einrúm uppskrift - KBG 17 AFI
Einrúm uppskrift - KBG 17 AFI
Einrúm uppskrift - KBG 17 AFI
Einrúm uppskrift - KBG 17 AFI
Einrúm uppskrift - KBG 17 AFI
Einrúm uppskrift - KBG 17 AFI
  • Hlaða mynd í myndasafn, Einrúm uppskrift - KBG 17 AFI
  • Hlaða mynd í myndasafn, Einrúm uppskrift - KBG 17 AFI
  • Hlaða mynd í myndasafn, Einrúm uppskrift - KBG 17 AFI
  • Hlaða mynd í myndasafn, Einrúm uppskrift - KBG 17 AFI
  • Hlaða mynd í myndasafn, Einrúm uppskrift - KBG 17 AFI
  • Hlaða mynd í myndasafn, Einrúm uppskrift - KBG 17 AFI

Einrúm uppskrift - KBG 17 AFI

Söluuaðili
Einrúm
Venjulegt verð
1.085 kr
Útsöluverð
1.085 kr
Venjulegt verð
1.550 kr
Uppselt
Einingarverð
per 
Virðisaukaskattur innifalinn

Ath. ekki hægt að fá sent rafrænt. Uppskriftina er eingöngu hægt að fá útprentaða.

KBG 17 AFI

Hönnuður: Kristín Brynja

Ég kalla þessa peyslu KBG 17  AFI. Föðurafi minn, afi Arthúr, var Norðmaður. Hann ólst upp í Sandnessjöen í norður Noregi en flutti til Íslands árið 1925. Móðir hans, sendi syni sínum peysu í jólagjöf í kringum 1950. Það var falleg, dökkblá „kofta“ með hefðbundnu norsku mynstri sem hún hafði prjónað handa honum. Ég man eftir að hafa dáðst að þessari vel prjónuðu peysu sem unglingur. Ég man að mér fannst peysan ekki vera með réttu sniði.  Ég ákvað að prjóna peysuna stóra og pokalega eins og þá þótti flottast. Með hjálp ömmu Katrínar endurgerði ég peysuna hans afa, breytti sniðinu, en hélt einkennum hennar. Núna, 40 árum síðar, verður peysan hans afa mér aftur innblástur. Þessi peysa er prjónuð með berustykki eins og hefðbundin íslensk lopapeysa og greinilega má sjá hvaðan mynstrið er ættað, sem sagt frá „koftunni“ hans afa Arthúrs. 

Band:

Uppskriftin er hönnuð fyrir allar tegundir af einrúm E bandi.

Aðferð:

Byrjað er við hálsmálið og peysan er prjónuð út í eitt ofan frá og niður

Stærðir: (XS, S, M) (L, XL, 2XL) (3XL, 4XL, 5XL) 

Yfirvídd: (91, 98, 103) (107, 116, 119) (128, 131, 145) cm
Hálf yfirvídd: (45,5, 49, 51,5) (53,5, 58, 59,5) (64, 65,5, 72,5) cm
Sídd frá handvegi, med stroffi: + / – 42 cm
Ermalengd, stuttar ermar með stroffi: + / – 19 cm
Ermalengd, langar ermar með stroffi: + / – 46 cm

 Stutterma peysa:

Aðallitur A, E 1002: Skólesít: (200, 200, 200) (250, 250, 300) (300, 350, 350) g
Mynsturlitur B, E 1013 Klórít: (50, 50, 50) (50, 100, 100) (100, 150, 150) g.
Mynsturlitur C, E 1016 Jaspís: (50, 50, 50) (50, 50, 50) (50, 50, 50) g.

Langerma peysa:

Aðallitur A, E 1002: Skólesít: (250, 250, 250) (300, 300, 350) (350, 400, 450) g.
Mynsturlitur B, E 1016 Jaspís: (50, 50, 50) (50, 100, 100) (100, 150, 150) g.
Mynsturlitur C, E 1015 Líparít: (50, 50, 50) (50, 50, 50) (50, 50, 50) g.

Prjónar:

Hringprjónar nr. 3, 60 cm langir og nr. 3,5, 40 og 60 cm langir. Sokkaprjónar nr. 3 og 3,5 (eða langir hringprjónar fyrir „Loop knitting“).