Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum stað, þar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.
Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.
Uppskriftin er á íslensku.
Fyrir litla bróður - hosur
Sokkarnir eru prjónaðir frá ökkla og enda á tánni. Stykkið utan um ökkla barnsins er prjónað fram og til baka á sokkaprjóna en er svo tengt í hring.
Efni
Katia Merino 100% frá Katia.
Stærðir og ummál utan um fótinn
0-6 mánaða: ca 12 sm
6-12 mánaða: ca 13.5 sm
12-18 mánaða: ca 15 sm
18-24 manaða: ca 15 sm
Það sem þarf
- 50 gr af garni
- sokkaprjónar nr. 3 og nr. 3.5
- nál til frágangs
Prjónfesta
24 lykkjur á prj. nr. 3.5 - 4 = 10 sm