Oddbjörg
Hönnuður: Margrét Halldórsdóttir
Í peysunum mínum reyni ég að halda í gamlar hefðir. Munsturbekkirnir í peysunum frá Móakoti eru hefðbundnir, margir gamlir, aðrir gleymdir eða lítið notaðir. Allir eiga þeir þá virðingu skilið að lifa áfram með næstu kynslóðum.
Stærðir:
S (M) L (XL)
Yfirvídd 93 (101) 108 (116) cm
Lengd á 43 (44) 45 (46) cm
Ermalengd 47 (49) 50 (51) m
Efni:
Einband 50 gr (250 m)
Fölgrá peysa:
Grunnlitur:
nr. 1026 : 5 (6) 6 (7)
Munsturlitir:
nr.: 0853-0852-9076-0851: 1 (1) 1 (1)
Hærusvört peysa:
Grunnlitur:
nr. 0151 : 5 (6) 6 (7)
Munsturlitir:
nr.: 1026-9102-0853-0851: 1 (1) 1 (1)
Prjónar:
Hringprjónar nr. 3,5 mm, 40 og 80 cm
Sokkaprjónar nr. 3,5 mm
Heklunál nr. 2,5-3 mm
Prjónafesta:
10 x 10 cm: 24 L og 32 umf slétt prjón á nr. 3,5
Uppskriftin er útprentuð og kemur í fallegu umslagi. Leðurmiði með merki Móakot fylgir með.