Heiði
Hönnuður: Margrét Halldórsdóttir
Í peysunum mínum reyni ég að halda í gamlar hefðir. Munsturbekkirnir í peysunum frá Móakoti eru hefðbundnir, margir gamlir, aðrir gleymdir eða lítið notaðir. Allir eiga þeir þá virðingu skilið að lifa áfram með næstu kynslóðum.
Stærðir:
S (M) L (XL)
Yfirvídd 92 (101) 109 (117) cm
Lengd á 41 (43) 44 (46) cm
Ermalengd 47 (49) 50 (51) m
Efni:
Léttlopi: 100% ull, 50 gr, ca. 100 m
Hærusvört peysa:
Grunnlitur:
Hærusvartur, 0005: 8 (9) 10 (11)
Munsturlitir:
Hvítur 0051: 1 (1) 2 (2)
Ljósgrár 0056: 1 (1) 1 (1)
Sauðsvört peysa:
Grunnlitur:
Sauðsvartur 0052: 8 (9) 10 (11)
Munsturlitir:
Blár 1701: 1 (1) 2 (2)
Ljósmórauður 0085: 1 (1) 1 (1)
Prjónar:
Hringprjónn nr. 4 mm, 40, 60 og 80 cm
Sokkaprjónar nr. 4 mm
2 prjónamerki
Prjónafesta:
10 x 10 cm: 19 L og 25 umf slétt prjón á nr. 4
Uppskriftin er útprentuð og kemur í fallegu umslagi. Leðurmiði með merki Móakot fylgir með.