Prjónataska M er handgerð, stílhrein taska sem er kjörinn geymslustaður fyrir prjónaverkefnið þitt. Taskan er gerð úr sterku, þykku bómullarefni sem er með fallegu þvegnu útliti.
Taskan er með fínum botni sem hjálpar til við að koma ýmsu fyrir í töskuna á sama tíma og hægt er að halda skipulagi á hlutunum. Hægt er að koma fyrir 2-3 dokkum ásamt litlu til meðalstóru prjónaverkefni. Í töskunni eru einnig tvö lítil hólf fyrir t.d. sokkaprjóna, skæri og penna, og svo tvö meðalstór hólf fyrir saumamerki, mæliband, hringprjóna, farsíma eða litla spjaldtölvu. Taskan er lokuð með bómullarstreng og svo eru leðurhandföng svo auðvelt sé að halda á henni.
Einnig eru tveir málmhringir á töskunni þannig hægt er að festa axlaról á hana og hafa hana þannig á öxlinni svo auðvelt sé að taka hana með sér hvert sem er. Athugið að axlarólin fylgir ekki með.
Leðrið á handföngunum er brúnt á litinn og verður mýkra við notkun.
Mál á tösku:
Breidd á botni: 22 cm
Breidd efst: 30 cm
Hæð: 25 cm
Handfang: 12 cm
Efni:
70% bómull
25% leður
5% PE
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur
Um Minuk