Prjónaveskið frá Twig & horn er alhliða veski fyrir handavinnufólk og prjónara. Þetta er þægilegt og nett veski til að geyma verkfæri sem eru ómissandi við handavinnu. Þessi veski eru búin til úr þykku strigaefni sem auðvelt er að geyma og er ótrúlega endingargott.
Þetta prjónaveski er vaxborið sem gerir það vatnsfráhrindandi og harðgert. Vaxborinn strigi er hagkvæmur, dýravænn, auðvelt að þrífa og verður bara betri með tímanum.
Í veskinu er aftari röðin með átta vösum sem eru nógu löng til að geyma penna, blýanta, heklunálar eða sokkaprjóna. Fremri vasarnir eru hannaðir fyrir mismunandi stærðir af áhöldum. Þar er t.d. hægt að geyma hringprjóna, skæri, málbönd og prjónamál. Sterk leðursnúra heldur veskinu saman þegar það er lokað.
Þegar veskið er opið er stærðin á því 27 x 42 cm. Lokað er það 20 x 14 cm. Aftari röðin af vösunu er 14 cm og neðri röðin er 10 cm.
Efni: 100% bómullarstrigi og leðursnúra, framleitt í Bandaríkjunum. Veskið sjálft er sett saman í Maine, Bandaríkjunum.