Pulled thread embroidery er bók með mismunandi húllsaums- og herpisaumsaðferðum. Einnig kallað 'counted thread openwork' eða 'drawn fabric embroidery' á ensku. Þessari fallegu hvítsaumsaðferð er náð fram með því að herpa útsaumsspor í lausofnum efnum.
Þessar aðferðir henta vel fyrir nútímalegan útsaum sem hægt er að nota einar og sér eða blanda með öðrum aðferðum eins og vattsaum, bútasaum eða öðrum útsaumsaðferðum. Búðu til fallegan frágang fyrir m.a. dúka, púða, lampaskerma og buddur. Í bókinni eru skýrar leiðbeiningar, munsturteikningar og ljósmyndir af yfir 140 fallegum munstrum. Þessi bók er ómetanleg uppspretta hugmynda og aðferða fyrir húll- og herpisaum.
Smelltu hér til að fletta í bókinni.
Tungumál: enska
Aðferð: húllsaumur og herpisaumur; hvítsaumur
Blaðsíður: 144
Útgáfuár: 2021
Gerð: mjúkspjalda
Stærð: 216 x 280 mm