Í bókinni Resilient stitch kannar textílhönnuðurinn Claire Wellesley-Smith hugmyndir um seiglu í textíllist, og mikilvægi þess fyrir andlega vellíðan, samheldni í samfélaginu og umhverfisvitund. Þar á meðal skoðar hún hagnýtar hugmyndir eins og 'thinking-through-making', notkun á 'resonant' efnum og hvernig hægt er að framlengja líftíma textíls með mismunandi aðferðum, bæði hefðbundnum og óhefðbundnum.
Margir textíllistamenn samtímans nota þessi þemu í verkum sínum, en í bókinni má finna verk eftir þekkta textíllistamenn í bland við verk eftir höfundinn.
Höfundur: Claire Wellesley-Smith
Tungumál: enska
Aðferð: útsaumur, sjálfbærni, textíll
Blaðsíður: 128
Útgáfuár: 2021
Gerð: harðpjalda
Stærð: 223 x 283 mm