Samansafn af 365 mismunandi sashiko mynstrum til að sauma út - eitt mynstur fyrir hvern dag á árinu.
Susan Briscoe er sérfræðingur í japanskri útsaumstækni, þ.á.m. sashiko. Sashiko er skrautútsaumstækni frá Japan sem var jafnan notuð til að styrkja fatnað og annan textíl. Afðferðin er tilvalin fyrir sýnilegar viðgerðir á textíl og hefur orðið ótrúlega vinsæl á undanförnum árum.
Hvert sashiko mynstur er saumað á 10 cm stykki af efni sem gerir mynstrið mjög aðgengilegt að sauma á einum degi. Síðan er hægt að púsla saman mynstrunum til að búa til stórt teppi, en leiðbeiningar til að búa til teppið er einnig að finna í bókinni.
Höfundur: Susan Briscoe
Tungumál: enska
Aðferð: sashiko útsaumur
Blaðsíður: 144
Útgáfuár: 2022
Gerð: mjúkspjalda
Stærð: 280 x 215 mm