Tro, håb og kærlighed
Eftir Annette Danielsen
Útgáfuár: 2021
Tungumál: danska
Trú, von og ást inniheldur 9 uppskriftir af peysum eftir Annette Danielsen sem eru innblásnar af fígúrum eftir listamanninn Else Frøsig.
Peysurnar eru opnar, lokaðar, stuttar og síðar. Sumar eru prjónaðar á grófa prjóna, og sumar á fínni prjóna. Erfiðleikastig uppskriftanna er breytilegt, en allar uppskriftirnar eru vel útskýrðar og nákvæmar þannig allir geta farið eftir þeim. Uppskriftirnar eru allar gefnar upp í Isager garni og eru í stærðum S-XXL.