Hvað eru vottanir og hvernig les ég úr þeim? Hvað vottanir henta mér?
  
Árný Björg heldur úti instagram reikningnum @viralknits. Hún hefur brennandi áhuga á vísindum og umhverfismálum ásamt því að vera hörku prjónari. Reikningurinn hennar á instagram er þess vegna samblanda af prjóni og fræðslu um þau málefni sem eru henni kær í garnheiminum, þá sérstaklega sjálfbærni og umhverfisvernd.
   
Fyrsta umræðuefni garnspjalls Viralknits er vottanir. Árný mun fjalla um helstu vottanir í garnheiminum, hvernig er hægt að lesa úr þeim og hvaða garn er vottað.
   
Einnig mun hún hjálpa við að finna vottanir sem henta en það er einstaklingsbundið hvað hver og einn vill leggja áherslu á.
Frítt er inná viðburðinn en það þarf að skrá sig þar sem takmörkuð sæti eru í boði. Búðin er lokuð þennan daginn nema fyrir þá sem hafa skráð sig og þeir sem mæta fá 10% afslátt á öllum vörum í búðinni á meðan á viðburðinum stendur.
   
Skráning fer fram með því fylla út upplýsingar í gegnum þennan hlekk: https://forms.gle/pUaDqMzhBW4QQK6A8 
  
Kíkið á facebook viðburðinn hér: https://fb.me/e/1zzrSCC5Q