Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum stað, þar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.
Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.
Uppskriftin er á íslensku.
Kría ungbarnagalli
KRÍA ungbarnagalli er prjónaður ofan frá hálsmáli með fallegu mynstri sem fylgir laskaútaukningum sem látið er leiðast niður bolinn og skálmar bæði að framan og aftan. Gallinn passar sérstaklega vel við aðrar flíkur úr KRÍU línunni frá MeMe Knitting.
Stærðir |
Ummál bols |
Garn* |
0-1 mánaða |
45 cm |
100 gr |
1-3 mánaða |
47 cm |
100 gr |
3-6 mánaða |
51 cm |
150 gr |
6-9 mánaða |
55 cm |
150 gr |
9-12 mánaða |
58 cm |
200 gr |
12-18 mánaða |
60 cm |
200 gr |
18-24 mánaða |
63 cm |
250 gr |
*Athugið að um áætlað magn af garni er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf. Miðað er við Sandnes Sunday
GARN
Sandnes Sunday (50 gr / 235 metrar) eða BC Garn Bio Balance (50 gr / 225 metrar)
ÞAÐ SEM ÞARF
- 3,0 mm hringprjón
- 3,0 mm sokkaprjóna
- 2,5 mm hringprjón
- 2,5 mm sokkaprjóna
- Tölur
- Prjónamerki
PRJÓNFESTA
28 lykkjur sléttprjón á 10 cm