Grófleikaflokkur
|
0 |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
Heiti á flokki |
Lace |
Fingering |
Sport, baby |
DK, light worsted
|
Aran, worsted
|
Chunky, bulky
|
Bulky, superchunky
|
Jumbo, roving |
Prjónastærð |
1,5-2,25 mm |
2,25-3,25 mm |
3,25-3,75 mm
|
3,75-4,5 mm
|
4,5-5,5 mm
|
5,5-8 mm
|
8-12,75 mm |
12,75+ |
Prjónfesta |
33-40 lykkjur |
27-32 lykkjur |
23-26 lykkjur |
21-24 lykkjur |
16-20 lykkjur |
12-15 lykkjur |
7-11 lykkjur |
6- lykkjur |
Heklustærð |
2,25 mm |
2,25-3,5 mm |
3,5-4,5 mm |
4,5-5,5 mm
|
5,5-6,5 mm
|
6,5-9 mm
|
9-15 mm |
15+ mm |
WPI |
35 |
19-22 |
15-18 |
12-14 |
9-11 |
7-8 |
5-6 |
0-4 |
Hvað þýðir grófleiki garns?
Grófleiki garns (e. yarn weight) er í einföldu máli þykkt garnþráðarins.
Flokkur garnsins gefur til kynna hversu þykkt það er og hver prjónfesta verður ef prjónað er með ákveðinni stærð af prjónum.
Flokkarnir eru, frá fínasta í grófasta flokkinn: 0 (lace), 1 (fingering), 2 (sport), 3 (DK), 4 (Aran), 5 (chunky), 6 (bulky) og 7 (jumbo).
Hvernig hefur grófleikaflokkur garns áhrif á prjón?
Í sumum prjónauppskriftum er grófleikaflokkur garnsins sem á að nota gefin upp. Oft er þó bara prjónastærð og prjónfesta gefin upp, en út frá þeim upplýsingum má finna út grófleikaflokkinn (sjá töfluna hér fyrir ofan). Ef þú notar gróft garn fyrir uppskrift sem er gerð fyrir fínni týpu af garni, mun verkefnið þitt verða stærra og/eða þéttara en gefið er upp í uppskriftinni.
Grófleikaflokkur, prjónastærð og prjónfesta haldast semsagt í hendur. Þegar þú velur uppskrift er mikilvægt að finna garn í réttum grófleikaflokki og prjónastærð svo að prjónfestan og þar með útkoman verði eins og í uppskriftinni. Það er leiðinlegt að lenda í því að vera búin með verkefni og uppgvöta þá að flíkin er alltof stór eða lítil að miðað við uppskriftina.
Þó að það séu til staðlaðar tillögur um hvaða prjóna (eða heklunál) eigi að nota með mismunandi grófleikaflokkum, þá er líka hægt að leika sér með mismunandi grófleika og stærð nálar. Minni stærðir á nálum munu gera prjónfestuna fínni og þannig verður allt prjónið þéttara, og öfugt ef notaðir eru stærri prjónar, þá verður prjónið meira gisið og prjónfestan meiri. Það veltur allt á því hvernig flík þú vilt skapa hvaða prjónastærð og grófleika á garni þú notar.
Hvernig finn ég út grófleikaflokk garns?
Flest garn er merkt með tilmælum um hvaða prjóna- og heklustærð sé æskilegast að nota. Einnig kemur fram hversu margir metrar eru á garninu, þyngd garnsins og prjónfesta ef prjónað er með þeim prjónum sem mælt er með.
Ef þú ert ekki með neinar upplýsingar um garnið getur þú notað aðferð sem kallast WPI eða wrap per inch. Það sem þarf til að finna út grófleikann er blýantur og málband. Vefðu garninu utan um blýantinn og sjáðu hvað þú nærð að snúa marga hringi yfir 1 tommu (2,54 cm)
0 lace - 35 snúningar
1 fingering - 19-22 snúningar
2 sport - 15-18 snúningar
3 DK - 12-14 snúningar
4 aran - 9-11 snúningar
5 chunky - 7-8 snúningar
6 bulky - 5-6 snúningar
7 jumbo - 0-4 snúningar
Um grófleikaflokkana
0 Lace
Mjög fínlegt garn, oft notað í sjöl eða prjónað með öðru garni.
Mælt er með prjónum 1,5-2,25 mm og verður þá prjónfestan í kringum 33-40 lykkjur.
Ýttu hér til að skoða garn hjá okkur sem er í lace grófleika.
1 Fingering
Fínlegt garn en samt nógu gróft til daglegra nota.
Oft notað í sokka eða ungbarnaföt. Mælt er með prjónum 2,25-3,25 mm og verður þá prjónfestan 27-32 lykkjur.
Ýttu hér til að skoða garn hjá okkur sem er í fingering grófleika.
2 Sport
Miðlungsþykkt garn, hentar vel í léttar flíkur eða þykka sokka.
Einnig notað mikið í barnafatnað.
Mælt er með prjónum 3,25-3,75 mm og verður þá prjónfestan í kringum 23-26 lykkjur.
Ýttu hér til að skoða garn hjá okkur sem er í sport grófleika.
3 DK
Miðlungsþykkt og mjög vinsælt í alls konar flíkur, t.d. peysur og fylgihluti.
Mælt er með prjónum 3,75-4,5 mm og verður þá prjónfestan í kringum 21-24 lykkjur.
Ýttu hér til að skoða garn hjá okkur sem er í DK grófleika.
4 Aran
Miðlungsþykkt garn í grófari kantinum.
Frábært í peysur, útiflíkur og teppi.
Skemmtilegt að nota þennan grófleika ef maður vill ekki að verkefnin taki of langan tíma.
Mælt er með prjónum 4,5-5,5 mm og verður þá prjónfestan í kringum 16-20 lykkjur.
Ýttu hér til að skoða garn hjá okkur sem er í aran grófleika.
5 Chunky
Gróft garn sem fljótlegt er að prjóna úr.
Gott í teppi, þykkar peysur og mottur.
Verkefni verða fljótlegri þar sem garnið er þykkt og prjónað á stærri prjóna.
Mælt er með prjónum 5,5-8 mm og verður þá prjónfestan í kringum 12-15 lykkjur.
Ýttu hér til að skoða garn hjá okkur sem er í sport grófleika.
6 Bulky
Mjög gróft garn sem er prjónað á mjög stóra prjóna.
Mælt er með prjónum 8-12,75 mm og verður þá prjónfestan í kringum 7-11 lykkjur.
Ýttu hér til að skoða garn hjá okkur sem er í bulky grófleika.
7 Jumbo
Þykkasti grófleikinn og lykkjurnar verða mjög grófar og sýnilegar í þessum grófleika.
Oft notað í teppi og aðrar heimilisvörur.
Mælt er með prjónum 12,75 mm eða stærri og verður þá prjónfestan í kringum 6 lykkjur eða færri.
Við erum ekki að selja garn í þessum grófleikaflokki eins og er.