Knittable - Prjónareiknivél
Frelsi til að skapa og prjóna uppúr þér
Útreikningar sem fylgja prjónaskap geta verið tímafrekir og flóknir. Með Knittable er hægt að spara sér tíma í undirbúning og nýta hann frekar í prjónaskapinn.
Knittable.com er vefsíða sem hjálpar prjónurum við ýmsa prjónatengda útreikninga. Þjónustan er annars vegar í formi almennrar reiknivélar og hins vegar einfaldra grunnuppskrifta að prjónaflíkunum sem laga sig að óskum notandans um stærð og garn. Uppskriftirnar sem eru í boði í dag eru að sokkum, vettlingum og húfu, og peysuuppskrift er í vinnslu. Flíkurnar eru einfaldar og henta því jafnt sem byrjendaverkefni, eða sem grunnur fyrir notandann til að byggja sínar eigin hannanir á.
Höfundur Knittable er Nanna Einarsdóttir, rafmagnsverkfræðingur og prjónakona. Nanna prjónar mikið upp úr sjálfri sér, og þegar hún sá að hún var að gera sömu útreikningana aftur og aftur datt henni í hug að fleiri gætu verið í sömu sporum. Úr varð Lykkjustund, síðar Knittable, og er síðan komin í mikla notkun í dag. Framtíðarsýnin fyrir Knittable er að halda áfram vegferðinni að gera skapandi prjón að raunhæfum möguleika fyrir alla prjónara, óháð reiknigetu.