Algengar spurningar

Algengar spurningar

Hér fyrir neðan eru nokkrar algengar spurningar sem við höfum fengið í gegnum tíðina. Ef þið finnið ekki svar við spurningum ykkar hér getið þið sent okkur skilaboð á facebook, á heimasíðunni okkar, á tölvupóstinn okkar eða hringt í okkur í síma 511 3388. 

Mig vantar ákveðið lotunúmer í x garni. Er hægt að panta það í vefversluninni?

Já, þegar þú ert búin/n að velja garnið sem þú ætlar að kaupa getur þú skrifað hvaða lotunúmer þú vilt í athugasemdum í körfunni. Ef lotunúmerið er ekki til munum við hafa samband við þig um hvort þú viljir annað lotunúmer eða hætta við pöntunina.

Afhverju seljið þið ekki lopa? 

Það er auðvelt að nálgast Lopa á Íslandi en hann er til í mörgum verslunum. Við ákváðum að við vildum heldur nýta hilluplássið í vörur sem fást ekki annars staðar á Íslandi.

Hvaða garn get ég notað í staðinn fyrir léttlopa?

Hægt er að nota t.d. Mitu frá Rauma eða Double soft merino og Heavy Merino frá Knitting for Olive í staðinn fyrir léttlopa.

Seljið þið rennilása?

Nei, því miður seljum við ekki rennilása.

Seljið þið fataefni/flíselín/aðra vefnaðarvöru?

Við erum aðallega hannyrðabúð og úrvalið okkar er því bundið við útsaums-, hekl- og prjónavörur. Fyrir fataefni er best að kíkja í vefnaðarvöruverslanir, á höfuðborgarsvæðinu eru t.d. Vogue, Sauma og Föndra.