Amma mús Fákafeni 9, 108 Reykjavík

Opið 10-18 virka daga og 11 - 15 á laugardögum

Sími 511 3388

Algengar spurningar

Hér fyrir neðan eru nokkrar algengar spurningar sem við höfum fengið í gegnum tíðina. Ef þið finnið ekki svar við spurningum ykkar hér getið þið sent okkur skilaboð á facebook, instagram eða með því að senda tölvupóst á ammamus@ammamus.is. Einnig er hægt að hringja í okkur í síma 511 3388 (Reykjavík) og 510 8005 (Akureyri).

Nei, því miður bjóðum við ekki upp á það, en hægt er að hafa samband við þessar saumakonur um uppsetningar á púðum:

Ásdís - asdisbirgis@simnet.is eða sími 895-2745.

Sólveig - sími 568-5606.

Já, þegar þú ert búin/n að velja garnið sem þú ætlar að kaupa getur þú skrifað hvaða lotunúmer þú vilt í athugasemdum í körfunni. Ef lotunúmerið er ekki til munum við hafa samband við þig um hvort þú viljir annað lotunúmer eða hætta við pöntunina.

Það er auðvelt að nálgast Lopa á Íslandi en hann er til í mörgum verslunum. Við ákváðum að við vildum heldur nýta hilluplássið í vörur sem fást ekki annars staðar á Íslandi.

Hægt er að nota t.d. Mitu frá Rauma eða Heavy Merino frá Knitting for Olive í staðinn fyrir léttlopa.

Við erum aðallega hannyrðabúð og úrvalið okkar er því bundið við útsaums-, hekl- og prjónavörur. Fyrir fataefni er best að kíkja í vefnaðarvöruverslanir, á höfuðborgarsvæðinu eru t.d. Vogue og Föndra. 

Eins og er er bara hægt að borga með greiðslukorti.

Hægt er að fá pakka senda heim að dyrum, í pósthús, póstbox eða pakkaport. Við sendum alla pakka með Póstinum. Einnig er að hægt að sækja pöntun í verslun okkar Fákafeni 9 á opnunartíma verslunarinnar. Sjá nánari upplýsingar um afhendingu á vörum.

Fákafen 9, 108 Reykjavík - Á veturna (september-apríl) er opið 10-18 virka daga og 11-15 laugardaga. Yfir sumartímann er lokað um helgar.

Verslun: Við tökum við vörum sem eru enn í sölu hjá okkur og eru í upprunalegu ástandi og pakkningum. Kassakvittun eða skilamiði er yfirleitt skilyrði fyrir vöruskilum, en á því eru þó veittar ákveðnar undantekningar, t.d. þegar skilað er garni. Hægt er að skipta út vöru í aðra eða fá innleggsnótu sem gildir í versluninni. Athugið að undantekning á þessum skilareglum er að það er ekki hægt að skipta útsaumsgarni né prjónum.

Vefverslun: Hafi vara verið pöntuð í gegnum vefverslun og er skilað innan 14 daga frá móttöku vöru getur kaupandi fengið vöruna endurgreidda að fullum svo lengi sem varan er í upprunalegu ástandi. Þetta á ekki við um rafrænar uppskriftir eða aðrar rafrænar vörur, en þeim er ekki hægt að skila.

Við veitum glöð aðstoð með allar uppskriftir sem eru keyptar hjá okkur. Best er að koma í verslunum okkar í Fákafeni 9 í Reykjavík fyrir persónulega prjónaaðstoð. Ef þið komist ekki í verslunina er hægt að hringja í okkur í síma 511 3388 eða senda okkur skilaboð á facebook. Athugið að við aðstoðum eftir bestu getu en ef mikið er að gera í búðinni verður afgreiðsla í búð að hafa forgang.

Litir geta verið öðruvísi á garninu sjálfu en því sem sést á skjánum þar sem litir eru breytilegir eftir tölvuskjám.

Nei, Amma mús er ekki heildsala. Heildsalan Satúrnus ehf. er hinsvegar í sama húsi og Amma mús og gengið er inn um sama inngang. Til þess að hafa samband við heildsöluna er hægt að hringja í síma 510 8000 eða senda tölvupóst á sala@saturnus.is.

Opnunartími hjá Satúrnus ehf. 

mánudaga-fimmtudaga   9-16

föstudaga                        9-14

Nei, því miður, eins og er sendum við bara innanlands.

Fannstu ekki svar við spurningu þinni hér?

Hafðu samband
sunnudagur,mánudagur,þriðjudagur,miðvikudagur,fimmtudagur,föstudagur,laugardagur
janúar,febrúar,mars,apríl,maí,júní,júlí,ágúst,september,október,nóvember,desember
Ekki eru til nógu margar vörur á lager. Einungis [max] eftir.
Bæta við óskalistannSkoða óskalistaEyða óskalista