Við í Ömmu mús hlökkum til að taka á móti ykkur laugardaginn 7. september milli kl. 10-16 í Fákafeni 9. Við verðum með glæsileg tilboð, frábæra pop-up viðburði, gjafaleik og léttar veigar!
Pop-verslanir sem verða hjá okkur í ár eru Mönster remade, Hrísakot og Mórúnir.
Tilboðin verða kynnt eftir kl. 18 á föstudaginn, endilega fylgist með á Instagram eða skráið ykkur á póstlistann til að vera fyrst að vita hver tilboðin verða.
...eða viltu kannski sauma út David Bowie, Harry Styles, Jane Austen og aðrar áhugaverðar manneskjur?
Hönnuðurinn Emily Peacock hannaði þessar skemmtilegu útsaumspakkningar fyrir Appletons. Innifalið í pakkningunum er áteiknaður strammi, ullargarn, nálar og leiðbeiningar.