Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum stað, þar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.
Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.
Uppskriftirnar eru á íslensku.
Askur og Embla ungbarnasett
Nafnið á settinu er vitnun í norræna goðafræði. Bræðurnir Óðinn, Vilji og Vé fundu á sjávarströndu tvo trédrumba. Óðinn gaf þeim líf og sál, Vilji gaf þeim málið og Vé gaf þeim vit og skynsemi. Gáfu þeir drumbunum nöfnin Askur og Embla og er af þeim allt mannkynið komið.
Stærðir | Garn í peysu | Garn í buxur |
0-3 mánaða | 150 gr. | 100 gr. |
3-6 mánaða | 150 gr. | 150 gr. |
6-9 mánaða | 150 gr. | 150 gr. |
9-12 mánaða | 200 gr. | 200 gr. |
12-18 mánaða | 200 gr. | 200 gr. |
18-24 mánaða | 250 gr. | 250 gr. |
2-3 ára | 250 gr. | 250 gr. |
Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf.
GARN
Sandnes Merinoull eða annað garn sem passar við prjónfestuna, t.d. Scout eða Bébé Soft Wash sem fæst í vefverslun MeMe Knitting.
PRJÓNFESTA
10 cm = 22 lykkjur sléttprjón á 4 mm prjóna
ASKUR PEYSA
Peysan er prjónuð neðan frá, fram og til baka, með laskúrtöku. Ermar eru prjónaðar í hring. Hnappalisti er prjónaður jafnóðum og er peysunni hneppt vinstra megin. Mynstur er aðeins prjónað að framan.
ÞAÐ SEM ÞARF
- 4,0 mm hringprjónn
- 4,0 mm sokkaprjónar
-
Kaðalprjónn
- Tölur
- Prjónamerki
- Nál fyrir frágang
EMBLA BUXUR
Buxurnar eru prjónaðar ofan frá og í hring með mynstri á hvorri hlið. Stuttar umferðir eru prjónaðar að aftan til þess að auka pláss fyrir litla bossa.
ÞAÐ SEM ÞARF
- 4 mm hringprjónn
- 4 mm sokkaprjónar
- Kaðalprjónn
- Prjónamerki
- Nál fyrir frágang