Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum stað, þar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.
Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.
Uppskriftin er á íslensku.
Ynja fullorðinsvettlingar
Vettlingarnir eru prjónaðir í hring með mynstri. Litaskiptingin er frekar frjálsleg og hægt að hafa hana allskonar. Í fyrirmyndinni er litunum skipt í þrjá jafna parta.
Þessi uppskrift er einföld.
Efni
Arles Merino frá Katia.
Einnig hægt að nota Katia Merino 100%, Katia Merino Baby, VIP frá Lana Gatto, Mini Soft frá Lana Gatto eða Feeling frá Lana Gatto.
Stærð | Litur 1 | Litur 2 | Litur 3 | Ef einlitir |
XS | 50 g | 50 g | 50 g | 100 g |
S | 50 g | 50 g | 50 g | 100 g |
M | 50 g | 50 g | 50 g | 100 g |
L | 50 g | 50 g | 50 g | 100 g |
Það sem þarf
- Sokkaprjónar nr. 3.5
- Nál til frágangs
Ummál belgs
XS: 17 cm
S: 18 cm
M: 19 cm
L: 20 cm
Ummál um úlnlið
XS: 14 cm
S: 15 cm
M: 16 cm
L: 17 cm
Prjónfestan í þessari uppskrift er sú að 25 lykkjur á prjóna nr. 3,5 gera 10 cm með því að nota einn þráð af Merino Arles frá Katia.