Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum stað, þar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.
Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.
Hægt er að velja um að fá uppskriftina á íslensku eða dönsku.
Elefanthue
Bangsalambhúshettan er sæt og hlý húfa með bangsaeyrum sem hægt er að prjóna með eða án hálskraga. Lambhúshettan er bæði prjónuð í hring og fram og til baka og er mótuð að aftan með stuttum umferðum. Lambhúshettan er prjónuð úr merino og mohair, en stroffkanturinn meðfram andlitinu er prjónaður úr tveimur þráðum af merino ull til að koma í veg fyrir að fíngerðu hárin í mohair ullinni fari í andlitið á barninu.
Stærðir: 6 - 12 (12 - 24) mánaða 2 - 4 (4 - 8) ára
Höfuðmál: ca. 43-48 // 48-51 (51-53) 53-56 cm
Það sem þarf: Hringprjónn og sokkaprjónar nr. 3,5, prjónamerki (4stk) og nál til frágangs
Prjónfesta: 23 l x 34 umferðir = 10 x 10 cm slétt prjón á prjóna nr. 3,5
Efni: 1 þráður af Knitting for Olive Merino (250 m / 50 g) og 1 þráður Soft Silk Mohair (225 m / 25 g)
Sýnishornin á myndinni eru prjónuð í Merino - Granit og Soft Silk Mohair - Bly og Merino - Perlegrå og Soft Silk Mohair - Perlegrå
Magn af garni: Merino ull: 50 grömm // 1 dokka Soft Silk Mohair: 25 grömm // 1 dokka