Häkelgarn uni 100 er slitsterkt og endingargott garn frá Gründl sem auðvelt er að hekla úr. Búið til úr 100% bómull sem er merseríseruð til að gefa garninu fallegan gljáa og gera það sterkara. Hentar vel í lítil verkefni eins og dúka, blúndur, servíettuhringi, hekluð páskaegg, jólakúlur o.s.frv.
Heklustærð: 1,5-2 mm
Vigt: 100 g
Metralengd: 566 m
Þvottaleiðbeiningar: Má þvo í þvottavél, mest 60°C.
Framleiðsluland: Búlgaría
Efni: 100% bómull, merseríseruð