Vegna endurbóta liggur vefverslun tímabundið niðri.

950 kr

Virðisaukaskattur innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast út við kaup á vöru.

Tungumál: Íslenska

  • Íslenska
  • Danska
Uppselt

stk. til á lager

Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum staðþar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.

Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.

Hægt er að velja um að fá uppskriftina á íslensku eða dönsku.

Lillerillebjørnhue

"Lillerille" bangsahúfan er byrjendavæn húfa með bangsaeyrum sem er bundin undir hökuna. Byrjað er á því að prjóna stroffkant fremst við andlitið, síðan er húfan prjónuð slétt fram og til baka (garðaprjón) með útaukningum fyrir eyru og úrtökum til að móta húfuna að aftanverðu. Því næst er prjónaður garðaprjónskantur neðst á húfuna sem einnig myndar böndin. Að lokum eru hnakki og eyru saumuð saman. Ábending: Þú getur auðveldlega notað garnafgangana þína í húfuna. Hér eru upplýsingar um hversu mikið garn þú þarft ca. í hverja stærð: Merino: ca. 12-15 (12-15) 17-20 (20-22) 23-24 (24-25) g Soft Silk Mohair: ca. 9 (9-10) 10-11 (12-13) 12-13 (13-14) g

Stærðir: 1 (3) 6 (9) 12 - 18 (24) mánaða

Höfuðmál: ca. 33-37 (36-40) 39-44 (43-46) 46-49 (49-51) cm

Það sem þarf: Hringprjónn nr. 3,5, prjónamerki (4 stk) og nál til frágangs

Prjónfesta: 23 l x 34 umferðir = 10 x 10 cm í sléttu prjóni á prjóna nr. 3,5

Efni: 1 þráður af Knitting for Olive Merino (250 m / 50 g) og 1 þráður Soft Silk Mohair (225 m / 25 g)

Sýnishornið á myndinni er prjónað í Merino - Champignonrosa og Soft Silk Mohair - Champignonrosa

Magn af garni: Merino: 50 grömm - 1 dokka Soft Silk Mohair: 25 grömm - 1 dokka


sunnudagur,mánudagur,þriðjudagur,miðvikudagur,fimmtudagur,föstudagur,laugardagur
janúar,febrúar,mars,apríl,maí,júní,júlí,ágúst,september,október,nóvember,desember
Ekki eru til nógu margar vörur á lager. Einungis [max] eftir.
Bæta við óskalistannSkoða óskalistaEyða óskalista