Verslunin er lokuð vegna flutninga
Fákafeni 9, 108 Reykjavík
-

2.330 kr

Virðisaukaskattur innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast út við kaup á vöru.
Uppselt

stk. til á lager

Lífræn fljótandi sápa með lanolin fyrir ull og silki. Sápan er framleidd í Þýskalandi án allra aukaefna og er umhverfisvæn. Lanolin í sápunni hjálpar til við að viðhalda náttúrulegri ullarfitu ásamt því að hreinsa og er bakteríudrepandi.

Í ullarþvotti á að nota mjög lítið af sápunni - fylgið leiðbeiningum á flöskunni. Einnig er mikilvægt að fylgja þvottaleiðbeiningum sem fylgja garninu sem notað er.

Eftirfarandi er leiðbeinandi fyrir ullarþvott:

1. Fylltu bala með ca 20° heitu vatni og smá ullarsápu (ca. 1 msk í 5 lítra af vatni).
2. Láttu prjónastykkið liggja í vatninu í 15 mínútur - eða sá tími sem það tekur þig að drekka einn bolla af kaffi. Ekki vinda eða teygja á flíkinni, láttu hana bara liggja í vatninu.
3. Skolaðu sápuna úr stykkinu.
4. Settu stykkið á vindingu í þvottavélinni (800-1200 snúningar). Mikilvægt er að prófa fyrst á litlu stykki því þvottavélar eru misjafnar. Einnig er hægt að rúlla stykkinu upp í handklæði og þrýsta vatninu út.
5. Leggið stykkið á handklæði, sléttið úr og mótið í rétta stærð.
6. Látið þorna.

250 ml

sunnudagur,mánudagur,þriðjudagur,miðvikudagur,fimmtudagur,föstudagur,laugardagur
janúar,febrúar,mars,apríl,maí,júní,júlí,ágúst,september,október,nóvember,desember
Ekki eru til nógu margar vörur á lager. Einungis [max] eftir.
Bæta við óskalistannSkoða óskalistaEyða óskalista