Verslunin er lokuð vegna flutninga
Fákafeni 9, 108 Reykjavík
-

23.710 kr

Virðisaukaskattur innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast út við kaup á vöru.

AddiClick Prjónasett í Novel Lace Long er alhliða prjónasett fyrir aðdáendur Novel prjónanna frá Addi. 

AddiClick prjónasettin eru með skiptanlegum snúrum og prjónaoddum. AddiClick notast við smellukerfi þar sem prjónaoddunum er smellt á snúrurnar (en ekki með skrúfgangi eins og er oft á prjónasettum). Þetta kerfi er einfalt í notkun, oddurinn er settur á snúruna með því að smella og snúa. Hægt er að tengja alla prjóna og snúrur í AddiClick kerfinu þannig hægt er að velja og skipta út stærðum eftir því hvað hentar best.

 

Addi Novel prjónar eru með vinnuvistfræðilegri hönnun sem hjálpar við grip á prjónunum. Þess vegna eru þeir sérstaklega þægilegir og henta vel fyrir prjónara sem þjást af liðagigt í höndum. Prjónarnir eru ferhyrndir með sléttum, ávölum hliðum ásamt því að hafa litlar rákir á yfirborðinu sem hjálpar bæði til við að bæta grip þitt ásamt því að garnið rennur auðveldlega á prjóninum. Þetta gerir það að verkum að þægilegra er að prjóna með AddiNovel prjónunum.

Prjónarnir eru með löngum og góðum oddum.

Innifalið í þessu setti er:

-8 stærðir af Novel Lace Long prjónar - stærðir 3,5 - 8 mm

-3 rauðar SOS snúrur (60, 80 og 100 cm)

-2 stopparar, hjartalaga

-Millistykki til að tengja saman snúrur, langt og stutt

-1 grip til að auðvelda festingu

-Gyllt Addi næla

Settið kemur í fallegu veski sem geymir alla prjónana og aftan á veskinu er vasi með rennilás til að geyma snúrur og fylgihluti sem fylgja með settinu.

AddiClick prjónsettin eru framleidd í Þýskalandi.

 

sunnudagur,mánudagur,þriðjudagur,miðvikudagur,fimmtudagur,föstudagur,laugardagur
janúar,febrúar,mars,apríl,maí,júní,júlí,ágúst,september,október,nóvember,desember
Ekki eru til nógu margar vörur á lager. Einungis [max] eftir.
Bæta við óskalistannSkoða óskalistaEyða óskalista