My pearl lykkjuhringur úr læknastáli.
My Pearl er eftir hönnuðinn Anna Silfa Þorsteinsdóttir, sem hannar skartgripi undir merkinu Silfa. Hún sækir innblástur í arfleifð íslenskrar þjóðar með áherslu á skart og mynstur liðinna alda auk tengingar við norræna goðaheima.
Notaðu lykkjuhringinn sem skraut á hálsmenið þitt, sem eyrnalokka eða einfaldlega sem prjónamerki fyrir prjónaverkefnið þitt!
Lykkjuhringurinn er gerður úr læknastáli til að koma í veg fyrir ofnæmi og húðað með 18K gyllingu sem er 8 sinnum sterkari en venjuleg húðun. Stærð á hringnum er 10 mm.
Athugið að í hverri pakkningu er eitt stykki prjónamerki.