Vegna endurbóta liggur vefverslun tímabundið niðri.

1.390 kr

Virðisaukaskattur innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast út við kaup á vöru.
Uppselt

stk. til á lager

Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum staðþar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.

Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.

Uppskriftin er á íslensku.

Móey & Mosi ungbarnasett

MÓEY barnapeysa er prjónuð fram og tilbaka og byrjað er að prjóna neðan frá. Ermarnar eru prjónaðar í hring, síðan sameinaðar við bol og berustykki prjónað fram og til baka með laskaúrtöku. Einfalt gatamynstur er prjónað á öllum bolnum, bæði að framan og aftan og á berustykkinu. 

MOSI buxur eru prjónaðar ofan frá með reim í mitti sem sett er inn í fald. Gerðar eru stuttar umferðir til þess að gera aukið pláss fyrir litla bossa. Auðvelt er að setja skemmtilegan svip á buxurnar með því að prjóna faldinn og reimina með öðrum lit. Einnig er auðvelt að sleppa reiminni og setja teygju í staðinn.

Stærðir Yfirvídd peysu Yfirvídd buxna
0-3 mánaða 49 cm 42 cm
3-6 mánaða 52 cm 45 cm
6-12 mánaða 55 cm 49 cm
1-2 ára 60 cm 52 cm

 

Stærðir Garn í peysu* Garn í buxur*
0-3 mánaða 100 gr 100 gr / 25 gr
3-6 mánaða 150 gr 100 gr / 25 gr
6-12 mánaða 200 gr 150 gr / 25 gr
1-2 ára 200 gr 200 gr / 25 gr

*Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf. Miðað er við Scout frá Kelbourne Woolens.

GARN

Scout (sýnt á mynd) eða Semilla – fæst í vefverslun MeMe Knitting 

ÞAÐ SEM ÞARF
  • 4,0 mm hringprjón
  • 3,5 mm hringprjón
  • 4,0 mm sokkaprjóna
  • 3,5 mm sokkaprjóna
  • Prjónamerki
  • Tölur
PRJÓNFESTA

10 cm = 22 lykkjur sléttprjón


sunnudagur,mánudagur,þriðjudagur,miðvikudagur,fimmtudagur,föstudagur,laugardagur
janúar,febrúar,mars,apríl,maí,júní,júlí,ágúst,september,október,nóvember,desember
Ekki eru til nógu margar vörur á lager. Einungis [max] eftir.
Bæta við óskalistannSkoða óskalistaEyða óskalista