Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum stað, þar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.
Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.
Tímamót - fullorðinspeysa
Tímamót fullorðinspeysa er prjónuð ofan frá og niður í hring með mynsturbekk.
Aukið er út í berustykki samkvæmt mynsturmyndum aftast í uppskrift.
Þessi uppskrift er snúin.
Gæti rifið í hjá þeim reynsluminnstu, en þeir sem vanari eru rúlla henni upp án þess að blikna.
Efni
Feeling frá Lana Gatto.
Einnig hægt að nota Katia Merino 100% eða Merinocot frá Lana Gatto.
Litanúmer fyrir peysuna á myndunum eru gefin upp í uppskriftinni.
Stærðir |
Aðallitur |
Mynstur- |
Mynstur- |
Mynstur- |
Mynstur- |
XS | 250 g | 100 g | 50 g | 100 g | 50 g |
S | 300 g | 100 g | 50 g | 100 g | 50 g |
M | 300 g | 100 g | 50 g | 100 g | 50 g |
L | 350 g | 100 g | 50 g | 150 g | 50 g |
XL | 400 g | 100 g | 50 g | 150 g | 50 g |
Það sem þarf
- Hringprjónar nr. 4 (40, 80 og 100/120 cm langir)
- Sokkaprjónar nr. 4 (fyrir stroff á ermum ef þess þarf)
- Prjónamerki
- Nál til frágangs
Lengd bolur, frá handvegi
XS: 29 cm
S: 31 cm
M: 33 cm
L: 35 cm
XL: 37 cm
Ummál bolur
XS: 100 cm
S: 105
M: 110 cm
L: 115 cm
XL: 120 cm
Lengd ermi, frá handvegi
XS: 42,5 cm
S: 44,5 cm
M: 46,5 cm
L: 48,5 cm
XL: 50,5 cm
Ummál ermi
XS: 33 cm
S: 35 cm
M: 36,5 cm
L: 38 cm
XL: 40 cm
Prjónfestan í þessari peysu er sú að 23 lykkjur á prjóna nr. 4 gera 10 cm.