Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum stað, þar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.
Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.
Uppskriftin er á íslensku.
Varmi buxur
Varmi buxur eru einfaldar, fallegar og fullkomnar sem föðurland í vetur. Þær eru prjónaðar ofan frá og niður og í hring, með sléttu prjóni og röndum.
Þessi uppskrift er einföld.
Efni
Katia Prime Merino, Katia Essential Alpaca, Baby Alpaca 70 eða Super Soft frá Lana Gatto, eða Katia Arles Merino.
Stærð | Aðallitur | Aukalitur |
1-2 ára | 100 g | 50 g |
2-4 ára | 100 g | 50 g |
4-6 ára | 100 g | 50 g |
6-8 ára | 150 g | 50 g |
8-10 ára | 150 g | 50 g |
Það sem þarf
- Hringprjónn nr. 5 (30 og 40/50 cm langur)
- Sokkaprjónar nr. 5 (ef þið notið ekki 30 cm langan hringprjón).
- Sokkaprjónar nr. 4.5
- Nál til frágangs
- Prjónamerki
- Teygja í mittið
Ummál
1-2 ára: 43 cm
2-4 ára: 45 cm
4-6 ára: 48 cm
6-8 ára: 52 cm
8-10 ára: 56 cm
Ummál skálmar
1-2 ára: 21,5 cm
2-4 ára: 22,5 cm
4-6 ára: 24 cm
6-8 ára: 26 cm
8-10 ára: 28 cm
Lengd skálmar
1-2 ára: 32 cm
2-4 ára: 36 cm
4-6 ára: 40 cm
6-8 ára: 45 cm
8-10 ára: 51 cm
Prjónfestan í þessari uppskrift er sú að 20 lykkjur á prjóna nr. 5 gera 10 cm með því að nota Prime Merino frá Katia.