Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum stað, þar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.
Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.
Uppskriftin er á íslensku.
Ögn ungbarnasett
Dásamlega mjúkt og fallegt sett fyrir yngstu börnin. Peysan er prjónuð frá hálsmáli með laskaútaukning og notast er við stuttar umferðir við að móta hálsmálið. Smekkbuxurnar eru prjónaðar ofan frá, það er að byrjað er að prjóna frá hálsmáli smekksins. Á smekkbuxunum er einn lítill fléttukaðall sem gefur settinu skemmtilegan svip. Einfaldleikinn er hafður að leiðarljósi í þessu setti en í einfaldleikanum býr fegurðin.
Stærðir |
Yfirvídd peysu |
Garn í peysu* |
Garn í buxur* |
0-1 mánaða |
45 cm |
100 grömm |
100 grömm |
1-3 mánaða |
47 cm |
100 grömm |
100 grömm |
3-6 mánaða |
51 cm |
100 grömm |
150 grömm |
6-12 mánaða |
58 cm |
150 grömm |
150 grömm |
1-2 ára |
62 cm |
150 grömm |
200 grömm |
*Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf.
Garn
Bébé Soft Wash frá Kremke eða Scout frá Kelbourne Woolens eða Semilla frá BC Garn
Það sem þarf
3,5 mm hringprjón
4,0 mm hringprjón
3,5 mm sokkaprjóna
4,0 mm sokkaprjóna
Prjónamerki
Prjónfesta
10 cm = 22 lykkjur sléttprjón