My Pearl er eftir hönnuðinn Önnu Silfu Þorsteinsdóttur, sem hannar skartgripi undir merkinu Silfa. Hún sækir innblástur í arfleifð íslenskrar þjóðar með áherslu á skart og mynstur liðinna alda auk tengingar við norræna goðaheima.
Hugmyndin af þessum nælum er að nú er hægt að ganga með alla smáhlutina á sér fyrir prjón eða hekl og aldrei aftur þarf að leita að litlu hjálparhlutunum! Þessir lykkjuhaldarar sem nýtast vel til dæmis fyrir ermalykkjur, ef ekki í notkun sem slíkir þá eru þeir sem fallegar nælur sem henta í annað prjónles t.d. peysur og sjöl.
Einnig eru þeir snilldargræja sem kaðlaprjónar!
Innihald: Kúlur: 304 stainless steel, Vír: high elastic carbon steel. Húðun er nikkelfrí.
Lengd: 11 cm
2 stk í pakka