Sætir garnkassar sem eru hannaðir og framleiddir á Íslandi af Ugla handverk fyrir Ömmu mús. Garnkassar eru frábærir til að halda utan um garnið á meðan þú prjónar. Pláss er fyrir tvo garnhnykla í kassanum og það er gat sitt hvoru megin á kassanum til þess að þræðirnir flækist ekki saman.
Hægt er að velja um tvo texta á kössunum:
Alvöru prjónarar rekja upp
Prjónastund gefur gull í mund
Á báðum týpum er teikning af garnhnykli með prjónum hinum megin á kassanum.
Stærð á boxi er: lengd 17,5 cm, hæð 13 cm og breidd 10,5 cm
Efni: hágæða viður