Amma mús Fákafeni 9, 108 Reykjavík

Opið 10-18 virka daga og 11 - 15 á laugardögum

Sími 511 3388

1.150 kr

Virðisaukaskattur innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast út við kaup á vöru.
Uppselt

stk. til á lager

Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum staðþar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.

Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.

Þessi uppskrift er á íslensku.

Mjöll blússa er falleg blússa með pífum bæði neðst á bol & á ermum. Hún er prjónuð í sléttu prjóni að ofan frá og niður svo ekkert þarf að sauma saman. Blússan er tekin saman í mittinu & hjá úlnliðum, sem pífur koma út frá.

Byrjað er að prjóna hálsmálið fram & til baka, ásamt laskaútaukningum og útaukningum fyrir V-hálsmál. Berustykkið er sameinað í hring & haldið áfram með laskaútaukningar. Því næst er búkurinn sameinaður & bolurinn prjónaður. Næst eru ermar prjónaðar & teygjur þræddar í gegnum fald á bæði bol & ermum. Að lokum eru pífur prjónaðar niður úr faldi á bæði bol & ermum.

STÆRÐIR & MÁL

Mjöll blússa er hönnuð með það í huga að hafa u.þ.b. 7-10 cm slaka. Ummálið er gefið upp sem ummál blússunnar. Því mætti segja að ef þú mælir ummálið yfir brjóstkassann 106 cm skaltu prjóna stærð L (115 cm).

Stærðirnar XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL eru hannaðar til að henta fyrir brjóstmál 85-90 (90-95) 95-100 (100-110) 110-115 (115-120) 125-130 cm

Stærðir: XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL

Ummál: 96 (100) 105 (115) 120 (127) 135 cm
Lengd: 51 (52) 53 (56) 58 (60) 61 cm
Ath. mælt efst á hálsmáli á baki að pífu neðst

Prjónfesta: 22 lykkjur x 30 umferðir = 10 x 10 cm í sléttu prjóni á 4 mm prjóna

Prjónar: 4 mm, 40, 80 og/eða 100 cm hringprjónar

Tillaga að garni:     

#1: 1 þráður 350 (400) 400 (450) 500 (550) 550 g Babygarn frá Rauma Garn (50g = 175m) saman með 1 þráður 125 (125) 125 (150) 175 (175) 175 g Plum frá Rauma Garn (25g = 250m)

Annað: 5 mm teygju
Prjónamerki

Erfiðleikastig:  3 af 5.

Peysan á myndinni eru prjónuð úr Babygarn (101 - Pudder) & Plum (175 - Pudder).

Myndbönd notuð í þessari uppskrift:

 

 

sunnudagur,mánudagur,þriðjudagur,miðvikudagur,fimmtudagur,föstudagur,laugardagur
janúar,febrúar,mars,apríl,maí,júní,júlí,ágúst,september,október,nóvember,desember
Ekki eru til nógu margar vörur á lager. Einungis [max] eftir.
Bæta við óskalistannSkoða óskalistaEyða óskalista