Bella color samanstendur af klassískum kid mohair og ull og gefur það þetta loðna útlit. Garnið er létt en hlýtt og er tilvalið í stórar peysur þar sem það heldur léttleika sínum. Litaskiptin í garninu minna á handlitað garn.
Uppgefin prjónastærð er 6 mm en hægt er að prjóna þetta á prjóna frá 3,5 mm til 15 mm.
Innihald: 75% kid mohair, 20% ull og 5% polyamid.
Vigt: 50 gr.
Metralengd: u.þ.b 145 metrar
Prjónastærð: 6 mm
Prjónfesta: 14 lykkjur á 10 cm
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur
Grófleikaflokkur: 5 - bulky
Framleiðsluland: Ítalía