Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum stað, þar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.
Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.
Nikita chunky - fullorðinspeysa
Afapeysan er prjónuð ofan frá og niður. Fyrst er hún prjónuð fram og til baka (hneppt í hálsmáli og niður á berustykkið) og svo tengd í hring. Útaukning er laskaútaukning.
Peysan er víð með víðum ermum og stroffið á ermum er einnig vítt. Hægt er að þrengja stroff með því að fækka lykkjum áður en stroffið er prjónað. Peysan er með klaufum á hliðum og er síðari að aftan.
Þessi uppskrift er snúin.
Gæti rifið í hjá þeim reynsluminnstu, en þeir sem vanari eru rúlla henni upp án þess að blikna.
Efni
1 þráður af Special Aran With Wool + 1 þráður af Mohair (Angel by Permin EÐA Silk Mohair frá Lana Gatto)
Í staðinn fyrir Special Aran er hægt að nota t.d. Katia Merino Aran, Katia Merino Tweed, Nuovo Irlanda eða Maxi Soft + þráð af mohair.
Einnig hægt að nota 1 þráð af Patagonia frá Lana Gatto eða Anice frá Lana Gatto ef þið viljið ekki hafa mohair með. Passa að skoða metralengd þegar annað en uppgefið garn er notað.
Stærð | Aran | Mohair |
XS | 400 g (816 m) | 75 g (630 m) |
S | 450 g (918 m) | 100 g (840 m) |
M | 500 g (1020 m) | 100 g (840 m) |
L | 600 g (1224 m) | 125 g (1050 m) |
XL | 700 g (1428 m) | 150 g (1260 m) |
XXL | 800 g (1632 m) | 175 g (1470 m) |
Það sem þarf
- Hringprjónar nr. 7 (40, 60 og 100/120 cm langa)
- Nál til frágangs
- Prjónamerki
- Tölur
Lengd bolur, frá handvegi (mælt að framan)
XS: 37 cm
S: 38 cm
M: 39 cm
L: 41 cm
XL: 42 cm
2XL: 44 cm
Ummál bolur
XS: 98 cm
S: 105 cm
M: 111 cm
L: 117 cm
XL: 124 cm
2XL: 130 cm
Lengd ermar, frá handvegi
XS: 35 cm
S: 36 cm
M: 37 cm
L: 38 cm
XL: 40 cm
2XL: 42 cm
Ummál ermar
XS: 36 cm
S: 38,5 cm
M: 41 cm
L: 44 cm
XL: 46,5 cm
2XL: 50 cm
Prjónfestan í þessari peysu er sú að 14 lykkjur á prjóna nr. 7 gera 10 cm.