Alpaca 2 er tveggja þráða garn sem er gert úr 50% ull og 50% alpakka ull. Þetta garn er mjög mjúkt og hentar því vel í t.d. ungbarnaföt. Garnið kemur einnig dásamlega út í fullorðins flíkur en hafa þarf í huga að svona mjúkt garn er ekki endilega jafn slitþolið og garn sem er gert úr harðari ull.
Innihald: 50% alpaca ull og 50% ull
Vigt: 50 gr.
Metralengd: u.þ.b. 250 metrar
Prjónastærð: 3 mm
Prjónfesta: 27-29 lykkjur
Grófleikaflokkur: 1 - fingering
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur
Framleiðsluland: Perú