Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum stað, þar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.
Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.
Uppskriftin er á íslensku.
Heiðbjörg
Hönnuður: Margrét Halldórsdóttir
Í peysunum mínum reyni ég að halda í gamlar hefðir. Munsturbekkirnir í peysunum frá Móakoti eru hefðbundnir, margir gamlir, aðrir gleymdir eða lítið notaðir. Allir eiga þeir þá virðingu skilið að lifa áfram með næstu kynslóðum.
Stærðir:
S (M) L (XL)
Yfirvídd 90 (96,5) 103 (110) cm
Lengd á 44 (45) 45 (46) cm
Ermalengd 48 (49) 49 (50) m
Peysa 1:
Efni:
Alpaca Mix frá Drops (100% alpaca), 50 g (167 m)
Grunnlitur:
Alpaca Mix nr. 6834 blár: 6 (6) 7 (7)
Munsturlitir:
Alpaca Mix nr. 6790 blár: 1 (1) 1 (1)
Alpaca Mix nr. 6309 blár: 1 (1) 1 (1)
Alpaca Mix nr. 3900 rauður: 1 (1) 1 (1)
Alpaca Mix nr. 2110 gulur: 1 (1) 1 (1)
Alpaca Mix nr. 3770 bleikur: 1 (1) 1 (1)
Alpaca Mix nr. 7238 grænn: 1 (1) 1 (1)
Alpaca Mix nr. 7323 grænn: 1 (1) 1 (1)
Peysa 2:
Efni:
Einband frá Ístex (100% ulll), 50 g (250 m)
Grunnlitur:
Einband nr. 0059: 5 (6) 6 (6)
Munsturlitir:
Einband nr. 0010: 1 (1) 1 (1)
Einband nr. 0853: 1 (1) 1 (1)
Einband nr. 1026: 1 (1) 1 (1)
Einband nr.1027 : 1 (1) 1 (1)
Einband nr. 9103: 1 (1) 1 (1)
Einband nr. 0942 : 1 (1) 1 (1)
Einband nr. 9076: 1 (1) 1 (1)
Prjónar:
Hringprjónn nr. 3,5 mm, 40, 60 og 80 cm
Sokkaprjónar nr. 3,5 mm
Heklunál nr. 2,5-3 mm
Tölur: 9-10 stykki
Prjónafesta:
10 x 10 cm: 24 L og 34 umf slétt prjón á nr. 3,5