Hringprjónaveski með skemmtilegum andlitsteikningum.
Í veskinu eru 8 hólf sem eru sérhönnuð til að passa fyrir hringprjóna. Í veskinu er nóg pláss og aðskildir vasar þannig þú getur flokkað hringprjónana þína eftir stærð og lengd. Veskinu er lokað með tveimur smellum og framan á veskinu er vasi með rennilás til að geyma smávörur eins og málband, skæri og annað sem er sniðugt að hafa með sér fyrir prjónaverkefnið.
Stærð 185 mm x 230 mm x 20 mm
Efni: Bómull og pólyester